Abstract: Heilaígerð er lífshættulegur sjúkdómur sem krefst skjótrar greiningar og meðferðar. Á undanförnum áratugum hafa horfurnar batnað til muna og dánartíðni lækkað úr 50% í 10%. Þessi þróun endurspeglar bætta myndgreiningu, skurðtækni og sýklalyfjameðferð. Ígerð í heila er staðbundin sýking. Fyrst verður til afmörkuð heilabólga sem þróast á tveimur vikum yfir í dauðan vef og samansafn af greftri sem afmarkast af vel blóðnærðu hýði. Sýkingin sem veldur ígerðinni getur borist inn í heilavefinn eftir þremur ólíkum leiðum. Í fyrsta lagi bein dreifing sýkingar frá afholum nefs, tönnum, miðeyra eða stikilbeini. Í öðru lagi blóðborin orsök þar sem sýking hefur dreift sér frá fjarlægum stað til heilans með tilflutningi blóðs. Í þriðja lagi í kjölfar heilaaðgerðar eða höfuðáverka þar sem rof verður á heilakúpunni. Allt að 30% heilaígerða eru af óþekktum orsökum þar sem upprunalegur sýkingarstaður finnst ekki þrátt fyrir ítarlega leit. Algengustu einkennin eru versnandi höfuðverkur og staðbundin taugaeinkenni. Flog koma fram hjá 25-50%. Meðferð heilaígerða er fólgin í skurðaðgerð og sýklalyfjameðferð. ; Brain abscess is a life threatening illness, demanding rapid diagnosis and treatment. Its development requires seeding of an organism into the brain parenchyma, often in an area of damaged brain tissue or in a region with poor microcirculation. The lesion evolves from a cerebritis stage to capsule formation. Brain abscesses can be caused by contiguous or haematogenous spread of an infection, or by head trauma/ neurosurgical procedure. The most common presentation is that of headache and vomiting due to raised intracranial pressure. Seizures have been reported in up to 50% of cases. Focal neurological deficits may be present, depending on the location of the lesion. Treatment of a brain abscess involves aspiration or excision, along with parenteral antibiotic therapy. The outcome has improved dramatically in the last decades due to improvement in diagnostic techniques, neurosurgery, and broad-spectrum antibiotics. The authors ...
No Comments.